- Saurbæjarás, frístundabyggð í Siglufirði, Fjallabyggð -
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Saurbæjarás í Siglufirði auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er skilgreint 21,5 ha að flatarmáli og afmarkast við Skútudalsá í norðri og austri, strandlengju í vestri og Saurbæjarás í suðri. Þar er gert ráð fyrir 27 frístundahúsum ásamt útivistarsvæði.
Breytingin felur í sér breytta aðkomu að 8 frístundahúsum auk þess sem hámarsksstærð frístundahúsa var aukin og mænisstefnu einstakra húsa snúið. Skipulagið var einnig staðfært að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með fimmtudeginum 21. apríl til fimmtudagsins 2. júní 2011. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins - www.fjallabyggd.is -
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skipulags- og umhverfisnefnd eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 2. júní 2011.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar
Skipulagsgögnin má nálgast hér: