TEIKN er alhliða skipulags- arkitekta og hönnunarstofa. Meðal verkefna eru landslags-, mannvirkja-, skilta-, vefsíðuhönnun, gagnagrunnar, grafík- og skipulagsverkefni.
Teikn hefur hannað heildstætt kerfi upplýsinga- og leiðbeiningarskilta sérstaklega ætlað ferðamönnum fyrir Vegagerðina. Samhliða því hefur fyrirtækið hannað mikið af sambærilegum upplýsingaskiltum fyrir m.a. Ferðamálaráð, Landsvirkjun og Þjóðminjasafnið auk ýmissa sveitarfélaga.
Við höfum einnig hannað fjölda áningarstaði um land allt fyrir Vegagerðina og Ferðamálaráð auk aðstöðu fyrir ferðamenn s.s. útsýnispalla, göngustíga ofl.
Fyrirtækið hefur mikla reynslu á veflausnum ýmiskonar og höfum við meðal annars unnið vefverkefni fyrir Vegagerðina, Kirkjugarðasamband Íslands, Ólafsfjarðarbæ, Landsvirkjun og Þórshafnarhrepp. Fyrirtækið er í fararbroddi á Íslandi við að hanna og þróa gagnagrunnstengdar kortalausnir á internetinu á auðveldan og aðgengilegan.
Á sviði þrívíddarhönnunar hefur fyrirtækið m.a. hannað og unnið kynningargögn fyrir Vegagerðina s.s vegna Fáskrúðsfjarðar-, Héðinsfjarðar- og Almannaskarðsganga og vegna hafnargarðs í Vopnafjarðarhöfn.
Á skipulagssviði hefur Teikn unnið að fjöldamörgum verkefnum á liðnum árum.
Sérsvið okkar eru:
- Landslags-, mannvirkja- og umhverfishönnun
- Aðal- og deiliskipulagsgerð
- Skiltahönnun
- Gagnagrunna- og vefsíðuhönnun
- Kortalausnir