Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur nú lagt fram til auglýsingar frummatsskýrslu vegna urðunarsvæðis á Búðaröxl, Vopnafirði. Almenningur er hvattur til að kynna sér skýrsluna og senda skriflegar athugasemdir, ef svo ber undir, til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Skýrsluna og fylgigögn hennar má nálgast hér á vefnum.

http://vopnafjardarhreppur.is/Stjornsysla/skipulags_og_byggingarmal/skipulagsgogn

Söguskilti - Akureyrarbær

Teikn hefur hannað söguskilti fyrir Akureyrarbæ í tilefni að 150 ára afmælinu. Skiltin voru unnin í samvinnu við Akureyrarstofu og Minjasafnið á Akureyri og gefin af Norðurorku. 6 skilti voru sett upp á afmælishátíðinni og eru þau öll staðsett í Innbænum.

Skilti um Hrafnaflóka

Teikn hefur hannað skilti um Hrafna-Flóka sem sett var upp í Flókadal í Fljótum.

Leiðir biskupanna

Teikn hannaði og setti upp 4 lágskilti á fallegum áningarstað við Biskupsháls í Víðidal í lok júní síðastliðinn. Skiltin eru unnin fyrir og í samvinnu við Landgræðsluna, Vegagerðina, Fornleifavernd og Biskupsstofu.Tvö þeirra fjalla um landgræðslu og vegagerð á svæðinu. Einnig er skilti sem fjallar um síðustu ábúendur að Víðidal og skilti sem fjallar um Biskupavörðurnar sem eru staðsettar stutt frá áningarstaðnum.

  • Víðidalur á Hólafjöllum
  • Samgöngur á Hólafjöllum
  • Hólafjöll

Tillaga að hættumati fyrir skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði auglýsist hér með skv. 5. gr. reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats nr.  505/2000.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Hóls- og Skarðsdal, Siglufirði, ásamt umhverfisskýrslu auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 773 ha að stærð og tekur yfir dalbotn Hólsdals og hliðardalinn Skarðsdal. Þar er skipulagt útivistarsvæði með skíðasvæði, golfvelli, skógrækt, knattspyrnusvæði, tjaldsvæði, frístundahúsum, þjónustureit o.fl. Forsendur skipulagsins er m.a. tillaga að snjóflóðahættumati fyrir svæðið sem er í kynningu.

- Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni -

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Hornbrekkubót, verslunar- og þjónustusvæði, Ólafsfjarðarvatni, auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er u.þ.b. 1,5 ha lands og afmarkast af Bylgjubyggð í norðri, Ólafsfjarðarvegi eystri í austri, raðhúsabyggð í vestri og Ólafsfjarðarvatni í suðri. Vegtenging er að svæðinu frá Bylgjubyggð. Skipulagið gerir ráð fyrir 8 húsum, sem eru byggð nú þegar. Húsin eru nýtt til útleigu og er aðgengi að Ólafsfjarðarvatni og opnu grænu svæði til sérstakra nota.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með föstudeginum 15. júlí til og með fimmtudeginum 25. ágúst 2011. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins

- www.fjallabyggd.is -