- Saurbæjarás, frístundabyggð í Siglufirði, Fjallabyggð -

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Saurbæjarás í Siglufirði auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er skilgreint 21,5 ha að flatarmáli og afmarkast við Skútudalsá í norðri og austri, strandlengju í vestri og Saurbæjarás í suðri. Þar er gert ráð fyrir 27 frístundahúsum ásamt útivistarsvæði.
Breytingin felur í sér breytta aðkomu að 8 frístundahúsum auk þess sem hámarsksstærð frístundahúsa var aukin og mænisstefnu einstakra húsa snúið. Skipulagið var einnig staðfært að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

- Snorragata á Siglufirði, Fjallabyggð -

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu á Siglufirði auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er skilgreint 7,45 ha að flatamáli og er landnotkun innan reitsins skilgreind sem þjónustustofnanir, verslunar- og þjónustusvæði, miðsvæði og óbyggt svæði, sem tekur til gatnamóta Norðurtúns og Snorragötu, norður Snorragötu en þó ekki til gatnamóta við Suðurgötu í norðri. Í deiliskipulagstillögunni er leitast við að skapa heildstæða götumynd með áherslu á sögulegt gildi svæðisins.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með miðvikudeginum 20. apríl til miðvikudagsins 1. júní 2011. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins - www.fjallabyggd.is -

-Nr. 323/2011 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis að Hlíðarenda, 1. áfangi-

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 15. mars 2011, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulag fyrir frístundabyggð og verslunar- og þjónustusvæði að Hlíðarenda, 1. áfanga.
Deiliskipulagið nær til 4,8 ha svæðis norðan Hlíðarfjallsvegar, þar sem skilgreindar eru m.a. lóðir, byggingarreitir fyrir mótel, vélageymslu, þjónustuhús og frístundahús ásamt gatnakerfi. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 28. mars 2011,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 28. mars 2011

  • Hlíðarendi mynd 1
  • Hlíðarendi mynd 2

Teikn á lofti hannaði kynningarbækling vegna breytts fyrirkomulags á sorphirðu í Vopnafjarðarhreppi. Bæklingnum var dreift í hvert hús sveitarfélagsins í byrjun desember 2010 auk þess sem borgarafundur um sorphirðumál var haldinn undir stjórn sveitarstjóra.

Hér má sjá nokkrar blaðsíður úr bæklingnum

  • Flokkun sorps í Vopnafirði síða 1
  • Flokkun sorps í Vopnafirði síða 4
  • Flokkun sorps í Vopnafirði síða 7

Teikn á lofti óskar viðskiptamönnum sínum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

Jón Trausti - skilti

Vegurinn um Hófaskarð var vígður laugardaginn 6. nóvember við formlega athöfn í mikilli snjókomu. Teikn sá um hönnun skilta sem sett voru upp á áningarstað Vegagerðarinnar í Hófaskarði. Sett voru upp tvö söguskilti sem fjalla annars vegar um rithöfundinn Jón Trausta (Guðmund Magnússon) og hinsvegar um könnunarferð vegagerðarmanna um Hófaskarðssvæðið árið 1972. Einnig var sett upp stórt upplýsingaskilti með korti af svæðinu ásamt textum og ljósmyndum sem og auglýsingaskilti sem benda á þjónustuaðila á Kópasker og Raufarhöfn.