Vegurinn um Hófaskarð var vígður laugardaginn 6. nóvember við formlega athöfn í mikilli snjókomu. Teikn sá um hönnun skilta sem sett voru upp á áningarstað Vegagerðarinnar í Hófaskarði. Sett voru upp tvö söguskilti sem fjalla annars vegar um rithöfundinn Jón Trausta (Guðmund Magnússon) og hinsvegar um könnunarferð vegagerðarmanna um Hófaskarðssvæðið árið 1972. Einnig var sett upp stórt upplýsingaskilti með korti af svæðinu ásamt textum og ljósmyndum sem og auglýsingaskilti sem benda á þjónustuaðila á Kópasker og Raufarhöfn.
Skilti á áningarstaðnum í Hófaskarði
- Details