- Snorragata á Siglufirði, Fjallabyggð -
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Snorragötu á Siglufirði auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er skilgreint 7,45 ha að flatamáli og er landnotkun innan reitsins skilgreind sem þjónustustofnanir, verslunar- og þjónustusvæði, miðsvæði og óbyggt svæði, sem tekur til gatnamóta Norðurtúns og Snorragötu, norður Snorragötu en þó ekki til gatnamóta við Suðurgötu í norðri. Í deiliskipulagstillögunni er leitast við að skapa heildstæða götumynd með áherslu á sögulegt gildi svæðisins.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með miðvikudeginum 20. apríl til miðvikudagsins 1. júní 2011. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins - www.fjallabyggd.is -
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skipulags- og umhverfisnefnd eigi síðar en kl. 16.00 miðvikudaginn 1. júní 2011.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar
Skipulagsgögnin má nálgast hér: