Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 7. október 2010 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi hafnar- og miðsvæðis á Vopnafirði samkvæmt 2. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felur í sér skilgreiningu nýs byggingarreits við Hafnarbyggð 14 sem ætlað er fyrir hrognaþurrkun.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga frá fimmtudeginum 14. október 2010 til fimmtudagsins 25. nóvember 2010.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 25. nóvember 2010.
Hægt verður að nálgast uppdrátt með tillögu að breytingu á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps. – www.vopnafjardarhreppur.is - frá og með 14. október 2010.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps