Héðinsfjarðargöng voru vígð laugardaginn 2. október við hátíðlega athöfn. Teikn sá um hönnun á áningarstöðum og skiltum bæði í Héðinsfirði og Siglufirði fyrir Vegagerðina. Sett voru upp fjögur lágskilti í Héðinsfirði sem fjalla um sögu byggðar, flugslysið í Héðinsfirði, gönguleiðaskilti og fugla. Á áningarstaðnum í Siglufirði var sett upp eitt lágskilti sem fjallar um síldarárin og stórt svæðaskilti sem sýnir kort af bænum og sveitarfélaginu.
Opnun Héðinsfjarðarganga
- Details