Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur unnið tillögu að Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 sem fór í auglýsingu 7. október sl.
Á heimasíðu Langanesbyggðar kemur fram:
Sveitarstjórn Langanesbyggðar auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Tillagan sem nær til alls sveitarfélagsins er sett fram í aðalskipulagsgreinargerð með umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti fyrir Þórshöfn í mælikvarða 1:10.000, þéttbýlisuppdrætti fyrir Bakkafjörð í mælikvarða 1:5.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarða 1:50.000.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn kl. 9:00-15:00 alla virka daga og í Skólagötu 5 á Bakkafirði frá kl. 10:00 til 14:00 alla virka daga frá 7. október 2010 til 18. nóvember 2010. Jafnframt er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Langanesbyggðar eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 18. nóvember 2010.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar