Aðalskipulag Fjallabyggðar

Teikn - ráðgjöf og hönnun hefur unnið tillögu að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 sem fór í auglýsingu 23. júní sl.

Á heimasíðu Fjallabyggðar kemur fram:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar2008 – 2028  samkv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.  Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24,  Siglufirði,  Ólafsvegi 4, Ólafsfirði og Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík   frá og með miðvikudeginum 23. júní 2010  til og með miðvikudagsins 21. júlí 2010.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til miðvikudagsins 4. ágúst 2010.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Gránugötu 24, Siglufirði eða Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.