Áningarstaðurinn á Tjörnesi sem Halldór Jóhannsson hannaði fyrir Vegagerðina hlaut viðurkenningu ásamt allri framkvæmdinni á Norðausturvegi (85) á Tjörnesi. Sérstök dómnefnd hjá Vegagerðinni valdi þetta verk og hlaut það viðurkenningar Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja.
Viðurkenningarskjöl voru afhent á Akureyri 26. október. Fanney Ingvadóttir tók á mótum blómum fyrir hönd Teikn á lofti.
Þessi viðurkenning hefur einu sinni áður verið veitt og var það fyrir mannvirki sem lokið var við á árunum 1999-2003. Þá var það Vatnaleið sem var valin.
Frá vinstri talið: Birgir Guðmundsson, Fanney Ingvadóttir, Guðmundur Heiðreksson, Sigurður Oddsson, Hermann Sigurðsson, Loftur Árnason og Ingólfur Jóhannsson.